Finnskur ráðherra, kokkar og fjölmiðlafólk í boði hjá VSV í Helsinki

Vinnslustöðin og nýtt dótturfélag hennar, VSV Finland Oy, kynntu á dögunum starfsemi sína, vörur og þjónustu í þremur boðum sama daginn í móttökusal sendiráðs Íslands í Helsinki. Matreiðslumeistarinn Einar Björn Árnason – Einsi kaldi í Vestmannaeyjum athafnaði sig í sendiráðseldhúsinu og galdraði fram rétti úr sjávarfangi fyrir allan gestaskarann, mat sem var fagur á diski og […]

Ísleifur VE með fyrstu loðnuna til Vinnslustöðvarinnar

„Við erum með 380 tonn af góðri loðnu sem fékkst austur af Ingólfshöfða. Hrognafyllingin er 14,5% og allt lítur þetta ljómandi vel út. Vonandi verður tíðarfarið á vertíðinni samt hagstæðara en í fyrra,“ sagði Eyjólfur Guðjónsson, skipstjóri á Ísleifi VE, seint í gærkvöld. Skipið var þá á leið til Eyja með fyrstu loðnuna sem uppsjávarhús […]

Aukinn loðnukvóti ­­– VSV-skip bíða átekta

„Hrognafylling loðnunnar er 8-9% en við viljum að hún sé 13-14% til vera í fullnægjandi ástandi til frystingar. Við bíðum því um sinn og búum okkur undir vertíðina. Ég geri ekki ráð fyrir því að okkar skip fari til veiða fyrr en í fyrsta lagi um næstu helgi eða eftir þá helgi,“ segir Sindri Viðarsson, […]

6.600 tonn af kolmunna á land á fjórum sólarhringum

Kolmunnavinnsla fer í gang með miklu trukki í þetta sinn. Í Fiskimjölsverksmiðju VSV var byrjað að bræða kolmunnann síðastliðinn sunnudag og þar á bæ hafa menn tekið við alls 6.600 tonnum á fjórum sólarhringum. Á forsíðumyndinni eru fyrstu mjölsekkir vertíðarinnar komnir í geymslu. Færeyska skipið Tróndur í Gøtu landaði 2.100 tonnum og á eftir fylgdu VSV-skipin Gullberg […]

Nýárspistill Binna – Besta rekstrarár í sögu Vinnslustöðvarinnar

Farsæl starfsemi Vinnslustöðvarinnar á liðnu ári – væntanleg kaup fyrirtækisins á Ós og Leo Seafood á nýju ári – hræringar í sjávarútvegi með sameiningu fyrirtækja – lýst eftir framtíðarsýn fyrir hönd sjávarútvegsins. Þetta og fleira í nýárspistli framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar á fyrsta degi ársins 2023. Við áramótin lítum við um öxl og getum afar vel við […]

Rúgbrauð uppselt í Eyjum jólasíldarhelgina miklu

Síldarunnendur í Vinnslustöðinni glöddust svo um munaði á aðventusíldarkvöldinu mikla sem nú var efnt til í annað sinn að frumkvæði Ingigerðar Helgadóttur flokksstjóra og Benónýs Þórissonar framleiðslustjóra á uppsjávarsviði VSV. Inga & Bennó tóku upp á því í fyrra að senda fötur með jólasíld VSV til annarra fyrirtækja í uppsjávarveiðum og uppsjávarvinnslu og fengu til […]

Vertu sæll, Brynjólfur, takk fyrir allt!

„Við vorum að ganga frá um borð og kveðja höfðingjann. Það var sérstök tilfinning,“ sagði Klemens Sigurðsson skipstjóri á Brynjólfi VE-3 í Belgíu í gærkvöld eftir að hafa skilað skipinu í hendur nýrra eigenda. Vinnslustöðin seldi skipið til niðurrifs og kaupendurnir tóku sem sagt við því ytra í gærkvöld. Fjögurra manna áhöfn sigldi Brynjólfi út […]

Jólaveisla VSV – „besti dagur lífsins“!

Fjölmennt var í jólakaffi Vinnslustöðvarinnar í Höllinni í gær, mikil stemning og gleði, enda féllu þessar hefðbundnu samkomur niður 2020 og 2021 af faraldsfræðilegum ástæðum. Það var sérlega ánægjulegt að taka upp þráðinn á nýjan leik. Fimm tugir barna mættu og einn guttinn sagði við móður sína á leið úr húsi að þetta væri besti […]

Nýir sjóðarar auka afköst og tryggja rekstraröryggi

Nýr sjóðari og forsjóðari eru komnir í hús fiskimjölsverksmiðju Vinnslustöðvarinnar og nú er unnið að því að tengja þá við kerfi fyrirtækisins. Tækin eru engin smásmíði. Sjóðarinn er 35 tonn að þyngd en forsjóðarinn 7,5 tonn. Hvort stykki um sig er 13,5 metra langt. Það þurfti því talsverðar tilfæringar við að koma græjunum inn í verksmiðjuhúsið […]

Jólaþorskur í þungavigtarflokki

Ónefndur viðskiptavinur sölufyrirtækisins Frescolouro í Portúgal fer ekki í jólaköttinn í ár. Frescolouro kaupir saltfisk af framleiðslu- og sölufyrirtæki Vinnslustöðvarinnar í Portúgal, Grupiexe, og selur viðskiptavinum sínum. Sá ónefndi var svo heppinn að krækja í fisk sem vegur 12 kíló fullþurrkaður til að bera á hátíðarborð stórfjölskyldu sinnar um jólin. Ætla má að golþorskurinn hafi verið að minnsta kosti 40 […]