Nýárspistill Binna – Besta rekstrarár í sögu Vinnslustöðvarinnar
1. janúar, 2023

Farsæl starfsemi Vinnslustöðvarinnar á liðnu ári – væntanleg kaup fyrirtækisins á Ós og Leo Seafood á nýju ári – hræringar í sjávarútvegi með sameiningu fyrirtækja – lýst eftir framtíðarsýn fyrir hönd sjávarútvegsins.

Þetta og fleira í nýárspistli framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar á fyrsta degi ársins 2023.

Við áramótin lítum við um öxl og getum afar vel við unað. Rekstrarárið 2022 er það besta í sögu Vinnslustöðvarinnar og heilt yfir gekk vel í öllum þáttum starfseminnar. Afurðaverð var hátt á mörkuðum og góð spurn eftir flestum fiskafurðum.

Erlenda starfsemin gekk vel, sérstaklega nefni ég saltfiskinn í Portúgal og sömuleiðis lofar starfsemi dótturfélagsins okkar í Finnlandi góðu ef horft er til uppgjörs tveggja fyrstu mánaðanna eftir að við stofnuðum sölu- og markaðsfyrirtækið VSV Finland Oy í Helsinki.

Rík ástæða er til þess að þakka starfsfólki okkar til sjós og lands og í dótturfélögum hérlendis og erlendis fyrir allt sem það lagði að mörkum og skóp árangurinn. Ég óska dugmiklu starfsfólki okkar alls góðs á nýju ári og framvegis.

Sumt var Vinnslustöðinni auðvitað mótdrægt en við stöldrum stutt við það nú. Við náðum til að mynda hvorki að veiða allan makrílkvóta né allan loðnukvóta félagsins og humarveiðar voru ekki leyfðar.

Loðnan er hins vegar stórt spurningamerki árið 2023. Stór árgangur loðnunnar skilaði sér ekki nema að hluta í seinustu mælingum. Það veldur miklum vonbrigðum.

Þegar horft er til nýs árs er stóra málið á dagskránni að vinna með viljayfirlýsingu stjórnar Vinnslustöðvarinnar annars vegar og hluthafa í Ós ehf. og Leo Seafood ehf. í Vestmannaeyjum hins vegar frá í október um kaup VSV á öllu hlutafé í félögunum tveimur. Ós gerir út Þórunni Sveinsdóttur VE-401 og Leo Seafood ehf. starfrækir fiskvinnslu í Eyjum. Við vinnum frekar að þessu eftir áramótin og ég vænti þess að fljótlega verði skrifað undir kaupsamninga. Kaupin eru vissulega gríðarlega stór biti fyrir Vinnslustöðina en með þeim verður rennt nýrri og styrkri stoð undir félagið. Fyrir byggðarlagið Vestmannaeyjar eru þetta afar góð tíðindi.

Í sjávarútvegi landsmanna eru annars miklar og áhugaverðar hræringar nú um stundir. Fyrr á árinu keypti Síldarvinnslan Vísi í Grindavík og núna milli jóla og nýárs var upplýst að Ísfélag Vestmannaeyja og Rammi í Fjallabyggð stefndu að sameiningu undir heitinu Ísfélagið.

Þetta eru auðvitað mikil tíðindi og hafa ýmsar hliðar. Stór og öflug fyrirtæki eru mikilvæg. Þau hafa slagkraft og getu. Ég er ekki og hef aldrei verið talsmaður þess að fyrirtækjum í sjávarútvegi fækki en skil hins vegar ástæður þróunarinnar. Ég hef nefnt opinberlega áður að eilíf umræða um nauðsyn eignaupptöku í sjávarútvegi skapar eitrað andrúmsloft óvissu og ótta í atvinnugreininni. Fjöldi einyrkja seldi reksturinn og forðaði sér og eigendur margra minni og meðalstórra fyrirtækja í sjávarútvegi gerðu slíkt hið sama, af sömu ástæðu.

Á þessu er líka önnur hlið. Hver vill fjárfesta eða koma nýr inn í atvinnugrein þar sem þjóðfélagsumræðan snýr eilíflega að beinni eignaupptöku eða óbeinni með hærri sköttum? Öll fyrirtæki hafa einhverju sinni verið lítil og viljað vaxa, líka í sjávarútvegi. Þau eru drifkraftur endunýjunar og nýsköpunar með nýjum hugmyndum og nálgunum. Sjávarútvegur er stór, öflug og sjálfbær atvinnugrein á Íslandi.

Við þurfum að hlúa að greininni og framtíð hennar því þannig og einungis þannig getur hún verið ein af undirstöðum velferðar landsmanna. Það gerum við með því að ungt og efnilegt fólk sjái tækifæri í að fjárfesta í greininni líkt og öðrum atvinnugreinum.

Við þurfum á stórum og öflugum fyrirtækjum að halda í sjávarútvegi en líka litlum og kraftmiklum fyrirtækjum. Þannig sjáum við framtíð greinarinnar og velferð þjóðarinnar mesta og besta en ekki einungis með því að fyrirtækjum fækki og þau stækki. Til þess þurfum við heilbrigt umhverfi í sjávarútvegi sem og í öllum öðrum atvinnugreinum.

Ég óska starfsmönnum okkar, Vestmannaeyingum sem og landsmönnum öllum gleðilegs árs og þakka fyrir samfylgdina á liðnu ári.

Á nýársdegi 2023,

Sigurgeir B. Kristgeirsson

 

Binni og Halli – Myndin er tekin í stórafmæli Haraldar Gíslasonar á árinu sem leið. Halli er enn að þrátt fyrir árin 80.

Facebook
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida 16 Tbl 2024
16. tbl. 2024

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson

NÝBURAR

IMG 2234 800x800
28. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Helen Dögg Karlsdóttir og Gísli Ingi Gunnarsson
Mest lesið
viðburðir
Kjorkassi Stor
13. nóvember 2024
17:30
Opinn íbúafundur
Höllin
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst