Íslandsvinurinn Dave Grohl og félagar í bandarísku rokkhljómsveitinni Foo Fighters hafa bannað John McCain, forsetaefni Repúblikanaflokksins, að nota lagði „My Hero“ í kosningabaráttu sinni. Rokkararnir segja að þetta setji blett á lagið og sé algjörlega óviðeigandi.
Þeir segja að McCain hafi notað lagið í kosningabaráttunni án þeirra samþykkis.
Talsmaður repúblikana segir hins vegar að flokkurinn sé með leyfi fyrir því að spila milljónir ólíkra laga.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst