Um helgina opnaði Elísa ljósmyndir ehf. vefsíðu á slóðinni www.oskarp.is en maðurinn á bak við Elísu er Eyjafréttum vel kunnur, Óskar Pétur Friðriksson ljósmyndari. Við heyrðum aðeins í kappanum. „Oft þegar maður er að mynda einhvers staðar hefur fólk spurt mig hvar hægt sé að sjá myndirnar, en þær hafa margar hverjar birst hjá Eyjafréttum bæði í blaðinu og netinu en það er eingöngu lítið brot af myndasafninu. Vefsíðan er þá vettvangur til að sjá allar hinar myndirnar sem ekki hafa hlotið náð ritstjórans,“ sagði Óskar Pétur Friðrikson og glotti þegar hann var spurður út í hugsunina á bak við síðuna.