„Það er þó eitt grunnstef í umræðunni varðandi lífskjör og tækifæri á Íslandi sem virðist lítið breytast, illu heilli. Þ.e. landsbyggðin „versus“ höfuðborgarsvæðið. Það er grunnstefið sem litað hefur stóran hluta stjórnmálaumræðu síðustu aldar og klofið þjóðina of oft bæði í hugsun og orði í „við“ og „þið“. “