Nú er annar mótsdagur af þremur á Pæjumótinu hafinn og óhætt að segja að veðurguðirnir séu stelpunum hliðhollir. Sólin skín og veðrið er einstaklega gott þessa stundina sem gerir mót sem þetta enn betra. Í gær var veður líka mjög gott, smá hitabeltisskúr um miðjan dag en stelpurnar létu það auðvitað ekkert stöðva sig og spiluðu fótbolta frá morgni og fram á kvöld. Í gærkvöldi var svo stórglæsileg setningarhátíð í Íþróttahöllinni þar sem 600 stelpur tóku undir með Jónsa í Svörtum fötum í fjöldasöng.