Framundan er 3000 km leiðangur
Fjarstýrðu kafbátarnir lagðir af stað :: Tækifæri fyrir Vestmannaeyjar :: Gætu hugsanlega nýst við fiskleit
22. júlí, 2024
Mikið líf var í höfninni þegar fyrri báturinn var sjósettur. Myndir: Óskar Pétur

Grein þessi er úr 11. tbl. Eyjafrétta.

Núna eru Vestmannaeyjar miðstöð umfangsmikilla rannsókna í hafinu suður af Eyjum. Notaðir eru tveir fjarstýrðir kafbátar hlaðnir hátæknibúnaði  sem taka margskonar sýni úr sjónum og greina þau um leið. Sá fyrri var sjósettur á laugardaginn og sá seinni á þriðjudaginn. Héðan halda þeir til Færeyja til móts við breskt rannsóknaskip þaðan sem þeir leggja upp í leiðangur suðureftir Atlantshafinu. Leiðangrinum lýkur á Harris eyju í Skotlandi og þá hafa bátarnir lagt 3000 km að baki á einni og sömu rafhlöðunni. 

„Þetta hefur verið í deiglunni í tvö ár en upphafið var að Breska hafrannsóknarstofnunin hafið samband við Háskóla Íslands sem vísaði á Vestmannaeyjar. Bretarnir töluðu svo við okkur,“ sagði Hörður Baldvinsson, framkvæmdastjóri Þekkingarseturs Vestmannaeyja. „Ég sagði að Vestmannaeyjar væru langsbesti staðurinn, öflugt bæjarfélag við andyri alls Norður Atlantshafsins. Mikil tækniþekking og reynsla til staðar og á hverju strái eldklárir rafvirkjar og tæknimenn. Alltaf til þjónustu reiðubúnir komi eitthvað upp á. Ég sendi þeim skýrslu og síðasta haust komu Ed Chaney og Peter Lambert frá Bretlandi og leist vel á. Bátarnir eru komnir og farnir og þeim fylgdu fimm vísindamenn til að setja bátana saman og sjá um að allt væri í lagi.“ 

 

Kafbátarnir eru undratæki sem eiga fyrir höndum 3000 km rannsóknarleiðangur.

 

Drónar hafsins 

Á laugardaginn var óvenju mikil umferð um Vestmannaeyjahöfn, m.a. fjögur skemmtiferðaskip en hún truflaði ekki prófanir. Fyrri báturinn er sennilega kominn langleiðina til Færeyja og sá seinni siglir í kjölfarið. „Hann byrjaði á rannskóknaleiðangri við Eyjar sem á eftir að gagnast okkur, t.d. til að kanna rauðátuna sem gæti orðið mikill happafengur fyrir okkur Eyjamenn. Héðan siglir hann eftir djúpkantinum til Færeyja. Þeir greina seltu, steinefni, kolefni og fleiri efni  í hafinu. Líka hita sjávar, strauma og rafleiðni sem gagnast þegar ástandið í hafinu er metið.“ 

Hörður sér fyrir sér frekara samstarf í framtíðinni. Auk Setursins og Vestmannaeyjabæjar eru HÍ og Hafrannsóknastofnun samstarfsaðilar hér á landi. „Í svona gríðarlega flóknu verkefni vinna margar  stofnanir saman. Má nefna Fiskistofu, Landhelgisgæslu Íslands og Háskólann í Southhamton og Samtök sveitarfélaga á Suðurlandi. Þjónusta í Vestmannaeyjum nýtur góðs af og þetta rímar við það sem við erum að gera hér á Setrinu. Auk þess opnast tækifæri fyrir tæknifyrirtæki að eflast með flóknari verkefnum,“ sagði Hörður sem vill horfa lengra. 

„Bátarnir geta með réttum búnaði fundið fiskitorfur. Er þetta ekki möguleiki fyrir okkur í fiskileit? Að senda kafbáta til að leita að loðnu, síld og svo ég tali ekki um makrílinn hér við land sem þyrfti að rannsaka mun betur. Bátarnir eru drónar hafdjúpanna og gætu farið um miðin og gefið upplýsingar hvar torfur er að finna. Þeir kosta örugglega sitt en rekstrarkostnaðurinn er ekki nema lítið brot af því að senda út skip með fullri áhöfn. Og hversu umhverfisvænt yrði þetta?,“ sagði Hörður. 

 

Margir komu að verki þegar bátarnir voru sjósettir.
Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst