Leik Vestra og ÍBV í Bestu deild karla hefur verið frestað um sólarhring vegna vandræða Eyjamanna við að komast vestur.
Greint er frá þessu á facebook-síðu Vestra í dag. Þar segir að ófært sé frá Vestmannaeyjum í dag og því mun ÍBV ekki ná til Ísafjarðar í blíðuna í tæka tíð. Nýr leiktími er sunnudagur kl. 13:00.
Leikurinn er mikilvægur báðum liðum en Eyjamenn eru í áttunda sæti og Vestri í níunda sæti þegar fjórum umferðum er ólokið.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst