Í kvöld klukkan 19:30 verður fundur í Höllinn um samgöngumál. Samgöngur hafa verið mikið í umræðunni í Eyjum undanfarin misseri og þá helst að því sem snýr að Herjólfi og Landeyjahöfn. Fundurinn mun fara fram í kvöld, jafnvel þótt framsögumenn muni ekki komast til Eyja en heimildir Eyjafrétta herma að einhverjir þeirra hafi komið með Herjólfi og aðrir muni verða sóttir upp í Landeyjahöfn.