�?orbjörn Sigurgeirsson jarfræðingur hefði orðið 100 ára 19. júní sl. Hans er minnst í Vestmannaeyjum fyrir að hafa beitt sér fyrir haunkælingunni í Heimaeyjargosinu 1973. Jón Baldur �?orbjörnsson, sonur �?orbjörns minntist föður síns nú á 100 ára afmælinu með því að heimsækja Goslokahátíðina og Eldheima.
�?orbjörn Sigurgeirsson var meðal fremstu vísindamanna landsins um áratugaskeið. Hann fylgdist grant með Surtseyjargosinu frá upphafi til enda og fór þangað margar ferðir. Hann beitti sér fyrir því að þung vatnsdæla var sett á land í eynni til að athuga hvort kæling með vatnsdælingu mundi hafa áhrif á hraunrennslið. �?arna varð til verðmæt þekking, sem átti eftir að nýtast fyrr en nokkurn óraði fyrir.
�?orbjörn var í Eyjum í Heimaeyjargosinu 1973. þegar kom að því að hraunrennslið fór að ógna Vestmannaeyjahöfn, lífæð byggðarinnar þá kom reynsla �?orbjarnar frá Surtsey sér vel og hann lagði til að reynt yrði að stýra hrauninu með því að dæla á það sjó. Risavaxnar dælur voru fengnar til verksins frá útlöndum og sjó dælt án afláts til að bægja hrauninu frá höfninni. �?að tókst og margir vilja þakka hraunkælingunni að hraunið náði ekki að loka höfninni.
Fréttatilkynning frá Eldheimum.
Mynd af �?orbirni og Kristínu Jóhannsdóttur, forstöðukonu Eldheima og Jóni Baldri.