Á goslokahátíðinni voru nokkrir �?ingholtsfrændur þeir, Biggi, Grétar, Gylfi, Huginn og Sigurgeir með opið í nýrri kró sinni sem þeir kalla Zame í Gírkassahreppi. �?eir voru með vínveitingaleyfi á Sjóbarnum á laugardagskvöldið.
�?eir tóku þá góðu ákvörðun að allur ágóði af barnum skyldi renna til góðgerðarmála. Hraunbúðir voru fyrir valinu og að keyptar yrðu vörur sem myndu auka á vellíðan heimilismanna. �?að var vel til fundið enda tengjast bardömur þeirra frænda Hraunbúðum allar á einn eða annan hátt.
Starfsfólk og heimilismenn á Hraunbúðum eru mjög ánægð með þessa ráðstöfun þeirra frænda og hefur þegar verið ákveðið að festa kaup á nokkrum rafmagnsnuddtækjum fyrir herðar og fætur og nuddsessum.
�?etta verkefni styrktu einnig Gunnar Berg Viktorsson og Heildsala Kristmanns Karlssonar.
Fréttatilkynning.