Lögð var fram tillaga að gjaldskrá um meðhöndlun úrgangs í Vestmannaeyjum 2016 á síðasta fundi framkvæmda- og hafnarráðs. Sorphirðugjöld heimila hækka úr 15.089 kr í 15.685 sem gera 3,85%. Sorpeyðingargjöld heimila lækka hinsvegar úr 36.234 kr í 34.867. Heildar sorphirðu- og sorpeyðingargjöld heimila lækka um 772 kr milli áranna 2015 og 2016. Ástæða lækkunar er að megninu til vegna betri flokkunar sorps á heimilum. Grunngjald fyrirtækja verður 30.426 kr á ári. Gjaldskrá vegna fyrirtækjasorps hækkar um 5,35%
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrárbreytingar. Ráðið fagnar bættum árangri í sorpflokkun sem hefur leitt til lægri sorpeyðingargjalda heimila.