Mikil aðsókn og þátttaka var við hátíðarhöld Sjómannadagsins í Vestmannaeyjum í gær sem hófst með Dorgveiðikeppni Sjóve og Jötuns á Nausthamarsbryggju. Klukkan 12.00 þeytti Eyjaflotinn skipsflauturnar. Klukkan13.00 var Sjómannafjör á Vigtartorgi, séra Guðmundur �?rn Jónsson blessaði daginn. �?ó var kappróður, koddaslagur, lokahlaup, sjómannaþraut. Varðskipið Týr var í höfn og tók áhöfnin þátt í kappróðri og þyrla Landhelgisgæslunnar hífði tvo upp úr höfninni. �?á var listflug og Foosball völlur á staðnum, Týr var til sýnis. Drullusokkar mótorhjólaklúbbur var með opið hús og sýndi fáka sína.
Í gærkvöldi var í Höllinni Hátíðarsamkoma Sjómannadagsráðs, Hallarinnar og Einsa Kalda. Hátíðarkvöldverður að hætti Einsa Kalda, sjóaramyndir á tjaldinu og veislustjóri Andri Freyr. Gylfi �?gis, Sara Renee og Leó Snær kveiktu í liðinu fyrir ballið þar sem Albatros skemmti og Háaloftið var opið með allskonar tilboð og kósýheit. Hefur aðsólk sjaldan verið meiri.
Í dag, sunnudag verðu dagskráin með hefðbundnu sniði og vorur fánar dregnir að húni klukkan 10.00. Sjómannamessar verður í Landakirkju klukkan 13.00. Séra Guðmundur �?rn Jónsson predikar og þjónar fyrir altari. Eftir messu minningarathöfn við minnisvarða hrapaðra og drukknaðra. Lúðrasveit Vestmannaeyja leikur nokkur lög. Blómsveigur lagður að minnisvarðanum og Snorri �?skarsson stjórnar athöfninni.
Klukkan 14.30 Sjómannadagskaffi Eykyndilskvenna opnar í Alþýðuhúsinu og klukkan 15.00 hefst hátíðardagskrá á Stakkó. Lúðrasveit Vestmannaeyja undir stjórn Jarls Sigurgeirssonar. Heiðraðir aldnir sægarpar. Snorri �?skarsson. Karlakór Vestmannaeyja flytur nokkur lög undir stjórn �?órhalls Barðasonar. Ræðumaður Sjómannadagsins er Sigurgeir Jónsson.
Verðlaunaafhending fyrir kappróður, koddaslag, lokahlaup, sjómannaþraut, dorgveiðimót og sjómannamótið í golfi. �?ar verða Leikfélagið, Fimleikafélagið Rán, hoppukastalar, popp og flos.
Klukkan 17.00 verður bókin Fiskveiðar, fjölbreyttar áskoranir, sem kemur út á íslensku um Sjómannahelgina, verður kynnt í Einarsstofu. Viðskiptafræðingurinn og sjáfarútvegsráðgjafi �?li Samró, höfundur bókarinnar, Kynnir bókina og ræðir málin.