Laugardaginn 20. maí sl. útskrifuðust alls 16 stúdentar af fimm mismundandi námsbrautum frá Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum við hátíðlega athöfn. Í yfirliti sínu kom Björgvin Eyjólfsson, aðstoðarskólameistari, inn á nokkra punkta varðandi skólastarfið, stöðugt minnkandi brottfall og góðan árangur nemenda á Íslandsmeistaramót iðngreina svo eitthvað sé nefnt. Helga Kristín Kolbeins, skólameistari, ræddi sömuleiðis brottfallið, sem og líðan bæði kennara og nemenda í skólanum. Einnig gerði Helga Kristín undirfjármagnað menntakerfi að umræðuefni sínu og nefndi í því samhengi tölur á bilinu tveir upp í sautján milljarða króna. Að lokinni ræðu nýstúdentanna tveggja, Goða �?orleifssonar og Kristmanns �?órs Sigurjónssonar, var komið að verðlaunaafhendingu og lokaorðum frá skólameistara sem sendi nýstúdentana formlega út í lífið. Ávörð ræðumanna verða birt síðar.