Hljómsveitin Brimnes semur og flytur Goslokalagið í ár en þetta er í þriðja sinn sem sérstakt lag er samið í tengslum við hátíðahöldin. Obbosí átti Goslokalagið 2010 og Dans á rósum í fyrra. Lagið í ár, sem heitir Höldum heim, verður frumflutt á Bylgjunni í fyrramálið, mánudag, milli 8:30 og 9 en hægt verður að nálgast lagið hér á Eyjafréttum.is í kjölfarið.