Hækkun  veiðigjalda - Ofurskattur á landsbyggðina
1. júlí, 2025
Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri líftæknifyrirtækisins Kerecis á Ísafirði. Mynd Óskar Pétur.

Skilja ekki á hverju hagkerfið okkar byggir – Bera ekki virðingu fyrir því fólki sem býr á landsbyggðinni – Það er mikið undir, framtíð barnanna  á landsbyggðinni.

Viljum við hafa góð störf, lifa góðu lífi eða viljum við að hagkerfi landsbyggðarinnar verði að nýlenduhagkerfi og við verðum einhver jaðarsettur hópur, þar sem efnahagslegur vöxtur er ekki til staðar, og verðmætin flytjist öll til höfuðborgarinnar?

Vondu fjölskyldurnar

Á meðan RÚV mælir mínútur og stundir sem umræða um veiðigjöldin hefur tekið á Alþingi, sleppir að ræða efnisatriði er við hæfi að birta brot úr ræðu Guðmundar Fertrams sem hann hélt í á ráðstefnu í Vestmannaeyjum í síðasta mánuði. Tek meira mark á honum en fólki sem hefur að leiðarljósi að koma höggi á fjölskyldur sem þeim líkar ekki við. Sama hvað það kostar.

„Vandamálið í fjármálum ríkisins er ekki á tekjuhliðinni, heldur á kostnaðarhliðinni, en tekjur ríkisins jukust í fyrra um 5,8% en kostnaðurinn um 8,6%. Tekjuaukningin er til komin vegna efnahagslegs vaxtar sem er gríðarlega gott. Við ættum einmitt að vinna í því að auka þennan efnahagslegan vöxt en einbeita okkar að því að halda aftur af kostnaðinum. Það er hins vegar engin umræða á þinginu um kostnaðarhliðina, allavega engin þingmál um slíkt komin fram – en hvað snýst deilan?“ spurði Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri líftæknifyrirtækisins Kerecis á Ísafirði á fjölmennri ráðstefnu Eyjafrétta í Akóges um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar í síðasta mánuði.

Ráðstefnuna sóttu um 80 manns og kom margt athyglisvert fram á henni. Ekki síst hvaða afleiðingar hækkun veiðigjalda mun hafa. Ljóst er þó að hún verður þungt högg fyrir Vestmannaeyjar sem gætu séð á eftir a.m.k. 1,5 milljörðum á ári í ríkishítina án þess að fá nokkuð á móti.

Auk Guðmundar fluttu Einar Sigurðsson, stjórnarformaður Ísfélags hf., Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, Páll Magnússon forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja, Róbert Ragnarsson sérfræðingur hjá KPMG og Stefán Örn Jónsson framkvæmdastjóri Skipalyftunnar erindi. Einnig tóku þingmennirnir Guðrún Hafsteinsdóttir, Víðir Reynisson og Vilhjálmur Árnason til máls.

 

Frummælendur: Binni, Stefán, Guðmundur, Páll, Einar og Róbert. Ómar Garðarsson í ræðupúlti.
Mynd Óskar Pétur.

 

Nýlenduhagkerfi á landsbyggðinni?

„Af hverju er verið að leggja þennan ofurskatt á landsbyggðina og ríkisstjórnin að búa til gjá á milli höfuðborgarinnar og landsbyggðarinnar?“ spurði Guðmundur og bætti við annars staðar í ræðu sinni.

„Það er best að tala um hlutina eins og þeir eru,“ segir Guðmundur og bætir við „Þessi ofurskattur á landsbyggðina þýðir minni fjárfestingar –  málningin mun flagna af frystihúsunum, skipin muni ryðga, það verða engin ný skip, engar nýjar vinnslulínur eða bræðslur, engin stórvæg innkaup hjá vélsmiðjum og engar áhættufjárfestingar í sprotum eins og Kerecis var fyrir fimmtán árum.

Fólkið sem er að baki þessum tillögum skilur ekki á hverju hagkerfið okkar byggir og ber ekki virðingu fyrir því fólki sem býr á landsbyggðinni. Það er verið að setja eina meginatvinnugrein íslensks hagkerfis í uppnám. Atvinnugrein sem skiptir landsbyggðina öllu og til stendur að sjúga verðmætin sem búin eru til með einu pennastriki til að fjármagna óráðsíuna í ríkisapparatinu í Reykjavík – því menn halda að þar verði verðmætin til,“ sagði Guðmundur en benti á að þannig virki raunhagkerfið ekki.

„Það er mikið undir, framtíð barnanna  á landsbyggðinni. Viljum við hafa góð störf, lifa góðu lífi eða viljum við að hagkerfi landsbyggðarinnar verði að nýlenduhagkerfi og við verðum einhver jaðarsettur hópur, þar sem efnahagslegur vöxtur er ekki til staðar, og verðmætin flytjist öll til höfuðborgarinnar?“ sagði Guðmundur að endingu.

Ómar Garðarsson, ritstjóri.

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida 5 Tbl EF
5. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.