Margir minnast eflaust Hallarlundar sem var skemmtistaður og krá í Höllinni sem var. Þetta var á níunda áratug síðustu aldar og þar flaut bjórlíki í stríðum straumum og raddbönd þanin af miklum móð. Nú er hún Snorrabúð stekkur og ný Höll risin og nú er Guði sungið lof í þeirri gömlu sem er kirkja hvítasunnumanna í Eyjum.