Framundan er hörð barátta hjá mfl. karla í knattspyrnu í toppslag Pepsí-deildarinnar. Liðið hefur sýnt það að á góðum degi er geta þess nægjanleg til að sigra öll lið í deildinni. Hins vegar hefur liðið átt misjafna leiki inn á milli og þá hafa tapast dýrmæt stig í toppbaráttunni. Hér eftir má ekkert slíkt gerast ef við ætlum að eiga möguleika á því að sjá hvítklædda liðsmenn okkar hampa titlinum frekar en þá röndóttu.