Hún Heimaey er ekki ýkja stór eyja, vegakerfið innan við 40 kílómetrar og lengd eyjarinnar um 7 kílómetrar. Tómas Sveinsson fór í bíltúr um eyjuna einn daginn í góða veðrinu nú eftir áramótin. Eftir að hafa klippt myndbandið til varð útkoman ansi skemmtileg bílferð í 6 mínútur. Lagið sem leikið er undir er eftir Gísla Helgason og heitir Vestmannaeyjar. �?að var kynningarlag Eyjapistlana sem þeir bræður Gísli og Arnþór sáu um í Heimaeyjargosinu.