Helga Björk Ólafsdóttir hefur verið ráðin leikskólastjóri á Sóla, en sá leikskóli er rekin af Hjallastefnunni. Helga er leik- og grunnskólakennari að mennt. Undanfarin ár hefur Helga Björk starfað sem umsjónarkennari í Hamarskóla í Vestmannaeyjum en áður starfaði hún sem deildarstjóri í leikskólanum Rauðagerði. Á bæjarstjórnarfundi í gær, sótti Helga um ársleyfi frá störfum sem varabæjarfulltrúi og formaður fjölskyldu- og tómstundaráðs.