Landeyjahöfn er ófær og mun Herjólfur sigla til Þorlákshafnar um óákveðinn tíma. Skipstjóri Herjólfs segir að sjórinn sé gruggugur þrjá kílómetra út frá suðurströndinni vegna framburðar úr Markarfljóti.
Herjólfur tók niðri í Landeyjahöfn á sunnudag. Í gær sigldi skipið samkvæmt áætlun í nýju höfnina en kenndi þar grunns á háfjöru um hádegisbil. Í gær var ákveðið að fella niður hádegisferðir skipsins í dag vegna þessa.