Hestapest hefur verið að gera hrossabændum erfitt fyrir um land allt. Pestin varð m.a. til þess að fresta varð Landsmóti hestamanna. Afleiðingarnar eru umtalsverðar enda hafa fjölmargir atvinnu af hrossarækt og sölu hrossa. Eftir því sem næst verður komist, hefur hestapestin ekki herjað á hross í Eyjum í sumar. Gunnar Árnason, hrossabóndi í Lukku, segir að hann hafi þó grun um að hestapestin hafi verið hér í vetur.