Á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja var tekið fyrir erindi frá Innanríkisráðuneytinu, þar sem ráðuneytið óskar eftir upplýsingum um það á hvað lagagrunni og með tilvísun hvaða lagaákvæðis byggist sú ákvörðun Vestmannaeyjabæjar að veita íbúum 70 ára og eldri niðurfellingu fasteignagjalda. Bæjarráð lýsir furðu á þeirri stöðu að þurfa rökstyðja sérstaklega þegar bæjarfélagið ákveður að létta undir með eldri borgurum í Vestmannaeyjum.