Hlynur Andrésson var nálægt því að bæta Íslandsmet Kára Steins Karlssonar í 10 kílómetra hlaupi á Mt. Sac mótinu í Walnut í Kaliforníu í síðustu viku. En þetta kom fram í morgunblaðinu um helgina. Hlynur sem hleypur fyrir Eastern Michigan- háskólann í Bandaríkjunum en ÍR á Íslandi hljóp á 29:36,71 mínútum. �?ar með bætti hann sig um tvær sekúndur en Hlynur fékk samt sem áður krampa eftir 8 kílómetra í hlaupinu sem setti strik í lokin. En fram að því var hann á þeim hraða sem hefði getað skilað honum í mark vel undir þeim tíma sem Íslandsmetið er, 29 mínútur og 20 sekúndur. Hlynur var engu að síður 8 sekúndum frá Íslandsmetinu sem er orðið átta ára gamalt. Tími Hlyns var sá næstbesti sem Íslendingur hefur náð.