Hlynur Andrésson varð í gærkvöldi í 6. sæti í 3000m hindrunarhlaupi á Penn Relays í Bandaríkjunum en frá þessu greinir fri.is, vefur Frjálsíþróttasambands Íslands.
Hlynur hljóp á tímanum 8:59,83 mín og bætti sig um heilar 12 sekúndur. �?essi tími Hlyns er 5. besti tími Íslendings frá upphafi og besti tími Íslendings síðan árið 2003 en þá hljóp Sveinn Margeirsson UMSS á tímanum 8:46,20 mín sem er Íslandsmetið í greininni. �?eir Jón Diðriksson, Ágúst Ásgeirsson og Kristleifur Guðbjörnsson eiga einnig betri tíma en Hlynur en hann mun efalaust gera atlögu að þeim tímum en þessi kappar voru upp á sitt besta í 3000m hlaupi á árunum 1961 �?? 1981 löngu áður en Hlynur fæddist. �?að er gaman fyrir Ísland að eiga á ný frambærilegan keppanda í 3000m hindrunarhlaupi.