Hljómsveitin hOFFMAN var að senda frá sér sitt fyrsta lag í 15 ár. Lagið ber nafnið Shame og var tekið upp í hljóðveri Of Monsters and men í Garðabæ og um upptökur sá Bjarni Jensson. Þetta kemur fram í tilkynningu frá hljómsveitinni.
Framundan hjá hOFFMAN í desember eru þrennir tónleikar á höfuðborgarsvæðinu og í Eyjum . Tónleikar verða á eftirfarandi stöðum 6.desember á Bird (Reykjavík), 19.desember á Lemmy (Reykjavík)og að lokum 28.desember í Alþýðuhúsinu Vestmannaeyjum.
Nánari upplýsingar um miðasölu fyrir eyjatónleikana munu birtast fljótlega . Við hvetjum alla sem hafa áhuga á að hlusta á góða rokktónlist að fjölmenna á tónleika hOFFMAN enda hljómsveitin þekkt fyrir kröftuga framkomu.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst