Fréttablaðið Vaktin fjallaði um málefni Hallarinnar í útgáfunni á föstudag, þetta er náttúrulega enn ein sorgarfréttin af þessu blessaða húsi. Það er alveg með ólkindum hvernig málefnum Hallarinnar er háttað – þetta er að verða svona eins og sagan endalausa -spurning bara eftir hvern tónlistin verður. Að hugsa sér að eftir öll þessi ár skuli ekki en vera búið að koma þessu mál á þann stall að um blessað húsið ríki friður og ró. Málið er náttúrulega orðið langt og strangt og yrði ég sennilegast fram að miðnætti að slá inn allt sem hægt er að segja um málið. En ætla að setja hérna niður nokkrar línur.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst