Opus lögmenn hafa sent bæjarstjórn Vestmannaeyja bréf fyrir hönd Bergs Sigmundssonar, eiganda Vilbergs kökuhúss. Er það vegna ákvörðunar umhverfis- og skipulagsráðs að banna bifreiðastöður fyrir framan húsnæði fyrirtækisins að Bárustíg 7. Bréfið er ítrekun erinda frá maí, september og nóvember á síðasta ári þar sem farið er fram á endurskoðun á þessari ákvörðun ráðsins.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst