Já hefur hleypt af stokkunum verkefninu „Hverjir eru bestir?“ í samstarfi við íþróttafélögin í landinu sem felst í því að einstaklingar geta nú birt merki síns íþróttafélags við hlið skráningar sinnar á Já.is. Stuðningsmenn íþróttafélaga geta þannig lagt félagi sínu lið gegnum Já.is um leið og þeir sýna svo eftir verður tekið hvar hjarta þeirra slær í íþróttaheiminum.