Hvert er hlutverk bæjarfulltrúans ?
eftir Eyþór Harðarson
17. janúar, 2025
eythor_h_cr
Eyþór Harðarson

„Hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann?“ spurði Jón Hreggviðsson í  Íslandsklukku, frægri skáldsögu Halldórs Laxness. Þessi stórkostlega spurning kemur stundum upp í huga minn þegar sveitarstjórnarmálin í Eyjum eru rædd. Ég spyr sjálfan mig: Hvenær er maður í minnihluta og hvenær ekki?

Svarið er ekki alltaf augljóst, en eitt er víst: minnihlutastaða í bæjarstjórn snýst ekki um að horfa aðgerðalaus á, heldur um að axla ábyrgð og hafa áhrif á samfélagið.

Sterkt umboð frá bæjarbúum

Í síðustu bæjarstjórnarkosningum hlaut Sjálfstæðisflokkurinn rúmlega 44 % atkvæða, sem gerir hann að stærsta stjórnmálaflokki bæjarins. Þótt við höfum ekki náð hreinum meirihluta, höfum við sterkt umboð frá tæplega helmingi bæjarbúa. Þessari  niðurstöðu fylgir mikil ábyrgð sem við í minnihlutanum tökum alvarlega.

Við lögðum metnað í kosningabaráttuna og settum fram skýran verkefnalista sem við trúum að muni bæta samfélagið okkar. Þrátt fyrir að vera í minnihluta höfum við unnið að þessum verkefnum með hag bæjarfélagsins að leiðarljósi. Fyrir okkur snýst þetta ekki um pólitísk karp eða átök, heldur um að ná raunverulegum árangri fyrir Vestmannaeyjar.

Samvinna er lykillinn að árangri

Nokkrir hafa bent á að við  bæjarfulltrúar  Sjálfstæðisflokksins vinni of mikið með meirihluta H- og V- lista. Sumir telja að það grafi undan okkur sjálfum í næstu kosningum. Ég er ósammála. Í bæjarstjórn, sérstaklega í samfélagi af okkar stærðargráðu, er nauðsynlegt að setja pólitíska hagsmuni til hliðar og vinna saman í lykilmálum – hvort sem það eru samskipti við ríkisvaldið eða stórar ákvarðanir um innanbæjarmál.

Það væri ekkert betra fyrir samfélagið okkar ef bæjarráð væri ósamstíga í baráttumálum gegn ríkinu. Þvert á móti myndi það veikja stöðu okkar og draga úr þeim árangri sem við getum náð fyrir Eyjamenn.

Heiðarleiki og traust til framtíðar

Ég trúi því að flestir kjósendur Sjálfstæðisflokksins vilji sjá bæjarfulltrúa sína vinna af heilindum og einlægni fyrir samfélagið, sama hvort þeir séu í meirihluta eða minnihluta. Með því að halda áfram að leggja áherslu á samvinnu, traust og lausnir getum við ekki aðeins bætt samfélagið okkar heldur líka styrkt stöðu flokksins til framtíðar.

Í mínum huga snýst þetta um eitt: Að setja hag Eyjamanna í fyrsta sæti og vinna að því af heiðarleika og heilindum.

 

Eyþór Harðarson, bæjarfulltrúi.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 1 Tbl 2025
1. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst