Næstkomandi mánudag verður dregið í fyrstu tvær umferðir forkeppni Evrópudeildarinnar en ÍBV og KR taka þátt í fyrstu umferðinni og FH kemur inn í annarri umferð. ÍBV er í neðri styrkleikaflokki þegar dregið verður í 1. umferðina en KR er í efri styrkleikaflokki. Íslensku liðin geta þó ekki mæst en Eyjamenn gætu hins vegar dregist gegn enska úrvalsdeildarliðinu Fulham, þar sem íslenski landsliðsmaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen spilar.