Í frábæru veðri á frábærum Hásteinsvelli lutu Garðbæingar í gras að leik loknum. Og máttu svo sem vera svekktir, þeir áttu möguleika á a.m.k. jafntefli. En sigurinn hinsvegar verðskuldaður hjá ÍBV liðinu, það var betra liðið en átti við flott lið Stjörnunar að etja. Þá var hlutur dómarans, Erlends Eiríkssonar, full mikill í leiknum, það kann aldrei góðri lukku að stýra í knattspyrnuleik, þegar dómarinn er í aðalhlutverki.