Kvennalið ÍBV tekur á móti Gróttu í kvöld í fyrstu umferð úrslitakeppni N1 deildar kvenna. Leikurinn hefst klukkan 19:30 í Íþróttamiðstöðinni en Ester Óskarsdóttir, besti leikmaður ÍBV í vetur verður fjarri góðu gamni. Hún mun ekki spila meira með ÍBV í vetur þar sem hún er ólétt. Í hinni viðureign fyrstu umferðarinnar eigast svo við Stjarnan og HK en tvo sigurleiki þarf til að komast áfram.