Páll Scheving, bæjarfulltrúi og oddviti Vestmannaeyjalistans skrifar grein í nýjasta tölublað Frétta. Páll fer þar yfir sjávarútvegsmál og kemur m.a. inn á útgerðarmanninn sem seldi kvóta og skip úr bæjarfélaginu. Páll segir m.a., að þessi útgerðarmaður, sem eitt sinn var formaður sóknarnefndar í Landakirkju, hafi gleymt eða jafnvel misst af kenningum kirkjunnar um samfélagið, kærleika og bræðralag. „En útgerðarmaðurinn gaf skýringu á hegðun sinni. Hann hafði nefnilega verið misnotaður, hann segist vera fórnarlamb markaðsmisnotkunar,“ skrifar Páll.