Enginn banki fékk hærri einkunn en Íslandsbanki í Íslensku ánægjuvoginni 2015. �?etta er í sautjánda sinn sem ánægjuvoginn er kynnt hér á landi. Gallup, Samtök iðnaðarins og Stjórnvísi standa að mælingunum sem snúa að ánægju viðskiptavina helstu fyrirtækja nokkurra atvinnugreina. Viðskiptavinir meta fyrirtækið m.a.a út frá ánægju og hversu vel fyrirtækið uppfyllir væntingar. ,,Nú er svo sannarlega ástæða til að brosa. Enn og aftur berast þær gleðifréttir að enginn banki fékk hærri einkunn en við frá viðskiptavinum sínum í Íslensku ánægjuvoginni. Við fögnum glæsilegri niðurstöðu í dag og tökum sérstaklega vel á móti ánægðum viðskiptavinum, hvetjum alla til að kíkja við í skemmtilega stemningu” segir �?órdís �?lfarsdóttir útibússtjóri í Íslandsbanka í Vestmannaeyjum sem ætlar að vera með vöfflur og með því fyrir gesti og gangandi í dag.