Vestmannaeyjabær leggst alfarið á móti því að breytingar verði gerðar á sýslumannsembættum eins og gert er ráð fyrir í drögum á frumvarpi, sem nú er til meðferðar allsherjanefndar Alþingis. Samkvæmt drögunum verða sýslumannsembættin 8, í stað 24 eins og nú er, og lögreglustjórar verði jafn margir. Vestmannaeyjabær telur hins vegar að frumvarpið feli í sér skerta þjónustu landsbyggðarinnar. Elliði Vignisson, bæjarstjóri sendi þingmönnum suðurlands og fulltrúum í allsherjar- og menntamálanefnd ályktun Vestmannaeyjabæjar í málinu.