Enski hægri bakvörðurinn James Hurst hefur vakið mikla athygli í liði ÍBV í upphafi móts. Þessi 18 ára gamli leikmaður er á láni frá Portsmouth en hann var í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu í fyrradag. „Hermann Hreiðarsson spurði mig á æfingu einn daginn hvort ég vildi fara til Íslands í sumar. Ég sagði já og endaði á að koma hingað, sagði Hurst í viðtalinu í útvarpsþættinum.