Þjótandi er að hefja jarðvegsvinnu við Hásteinsvöll, en til stendur að setja á hann gervigras. Vestmannaeyjabær auglýsti svo í þessari viku eftir tilboðum í útvegun og fullnaðarfrágangi gervigrass ásamt fjaðurlagi vegna endurgerðar aðalvallar vallarins. Fram kemur að gervigrasið skuli vera af bestu fáanlegum gæðum og uppfylla FIFA Quality staðal Alþjóðaknattspyrnusambandsins. Þá segir að áætluð verklok séu þann 1. maí nk.
Halldór B. Halldórsson flýgur hér með okkur yfir framkvæmdarsvæðið.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst