Tónleikarnir Jólaperlur verða haldnir í kvöld í fjórða sinn í Safnaðarheimili Landakirkju. Tónleikarnir eru til styrktar Æskulýðsfélagi Landakirkju og eru þeir burðarliður í því starfi. Á tónleikunum koma fram ásamt Leikhúsbandinu, Tríó Grande þau Sólveig Unnur, Birkir Thór og Hrafnhildur, Berglind Sigmars, Birta Birgis, Elías Fannar, Hannes Már, Helga Sóley, Sara Renee, Una Þorvalds og Viktoría Rún.