Vegna veðurs hefur verið ákveðið að fresta því að kveikja á jólatrénu á Stakkagerðistúninu í dag, laugardag. Kveikja átti á trénu klukkan 17:00 en nú er leiðindaveður í Vestmannaeyjum, rok og slydda og því ekkert vit í því að draga börnin út. Viðburðinum er frestað um óákveðinn tíma enda ekki líklegt að veðrið verði nokkuð betra á morgun.