Jón Jónsson er einn þeirra tónlistarmanna sem koma munu fram á �?jóðhátíð í Eyjum sem líkt og alþjóð veit fer fram í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina. �?að er svo yngri bróðir Jóns, Friðrik Dór, sem flytur �?jóðhátíðarlagið í ár ásamt Sverri Bergmann en lagið er samið af Halldóri Gunnari Pálssyni. Rigg viðburðir munu einnig bjóða upp á atriði á föstudagskvöldi hátíðarinnar. �??�?etta er í rauninni eitthvað sem við höfum verið að sérhæfa okkur í að gera, sýningar sem hæfa mómentunum og við ætlum að gera upplifun gesta af þessu mómenti geggjaða,�?? segir tónlistarmaðurinn Friðrik �?mar Hjörleifsson en Rigg viðburðir hafa staðið fyrir fjölda sýninga þar sem tekin er fyrir tónlist listamanna á borð við Tinu Turner, Freddy Mercury, Elton John og Vilhjálm Vilhjálmsson og segir Friðrik að boðið verði upp á brot af því besta. Sjálfur hefur Friðrik aldrei komið á �?jóðhátíð áður og er að vonum spenntur fyrir herlegheitunum. �??�?g svona var búinn að bíta það í mig fyrir nokkrum árum að ég færi ekki þangað fyrr en ég færi að syngja þar,�?? segir hann og skellihlær. Með Friðriki í för verða Stefán Jakobsson, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Stefanía Svavarsdóttir, Erna Hrönn �?lafsdóttir og Dagur Sigurðsson ásamt hljómsveit Rigg.