Í morgun var ný skipalyfta tekin í notkun þegar skip Vinnslustöðvarinnar, Kap VE var tekið á þurrt. Lyftan eyðilagðist 17. október 2006 þegar verið var að taka annað skip Vinnslustöðvarinnar, Gandí VE upp, að lyftugólfi gaf sig með þeim afleiðingum að stefni skipsins fór í gegnum gólfið og menn féllu í sjóinn.