Nú er þriðja starfsár Karlakórs Vestmannaeyja að hefjast og er það afskaplega ánægjulegt. Ekki var sjálfgefið að koma á fót svona stórum og öflugum kór karlmanna hér í Vestmannaeyjum. Forystumenn við stofnun kórsins hafa unnið algjört þrekvirki ásamt söngstjóra kórsins. Félagarnir, sem koma úr öllum áttum samfélagsins, hafa sýnt mikinn metnað og áhuga svo á þessum tímamótum horfum við bjartsýnir fram á veg. �?á hefur það verið algjörlega ómetanlegt að finna þann mikla stuðning sem kórinn hefur fengið. Fyrirtæki og stofnanir hafa lyft undir með okkur og er það ómetanlegt. Vestmannaeyjabær hefur með miklum rausnaskap stutt við starf okkar, leyft okkur að nýta Tónlistaskólann til söngæfinga og veitt okkur annan ómetanlegan stuðning sem hefur létt verulega undir starfi okkar. �?g vil fyrir hönd okkar kórmanna þakka innilega allan þennan stuðning sem gefur okkur kraft til að gera enn betur. Karlakór Vestmannaeyja er á fljúgandi siglingu inn í framtíðina og hvetur syngjandi karlmenn að koma til liðs við kórinn.