KFS á í raun aðeins stærðfræðilegan möguleika á að komast í úrslitakeppni 3. deildar eftir 0:2 tap gegn KFR í kvöld. Leikur liðanna fór fram á Þórsvelli við frekar erfiðar aðstæður því völlurinn var mjög blautur og þungur. Gestirnir frá Hvolsvelli komust yfir strax á 1. mínútu, reyndar eftir aðeins 40 sekúndur en þeir bættu svo við öðru marki sínu í blálok fyrri hálfleiks.