Nú klukkan 22:00 lokaði kjörstaður í Vestmannaeyjum í forsetakosningunum. Þá höfðu 2.018 kosið eða 64,5% þeirra sem á kjörskrá voru í Eyjum. Alls voru þeir 3.131 talsins en 387 kusu utan kjörfundar. Kjörsókn er töluvert lægri en í síðustu Alþingis- og sveitastjórnarkosningum en ef litið er til þjóðaratkvæðagreiðslu 2011 og 2010 er kjörsókn svipuð. Kjörsókn var hins vegar lang lægst í Eyjum í kosningu til stjórnlagaþings eða 26,8%.