Komið að starfslokum hjá Stjána Nínon
Starfsfólk Vestmannaeyjahafnar. F.v. Garðar, Sveinn, Alfreð, Ólafur, Sigurður, Njáll, Stefán Björn Hauksson, Kristján Hilmarsson, Sveinn Friðjónsson , Sindri, Þóra Guðný, Guðmundur og Gísli Valur.

Það var mikið um dýrðir í morgunkaffinu á hafnarskrifstofunni í Vestmannaeyjum í morgun. Tilefnið var að Kristján Hilmarsson er að láta af störfum vegna aldurs. „Ég held að þetta séu orðin 13 ár síðan ég byrjaði hjá höfninni,“ sagði Kristján sem flestir þekkja sem Stjána Nínon. Foreldrar hans voru Hilmar Sigurbjörnsson og Jónína Ingibergsdóttir. „Ég verð sjötugur 21. október og hætti þann fyrsta.“

Kristján var sem sjómaður vel kunnur höfninni áður en hann réði sig sem hafnarvörð. „Ég byrjaði að róa með pabba á Sigurbirni VE 329 ellefu eða tólf ára gamall en hóf sjómennsku  fyrir alvöru á Álsey með Kjartani Guðfinnssyni. Hraðfrystistöðin átti Álsey sem var 70 tonna eikarbátur. Byrjaði þar 14 ára sem kokkur og  síðan hef ég verið á fullt af bátum, Danska Pétri, Illuga með Matta frænda og Frá VE svo nokkrir séu nefndir,“ segir Kristján og má segja að höfnin hafi verið hans vettvangur frá unga aldri.

„Maður ólst upp hér á bryggjunum og þannig fékk maður að smakka á þessu fyrst. Það er mjög fínt að vinna hjá höfninni. Umhverfi sem maður þekkir og verið mjög fínt í alla staði. Vel staðið að öllu og alltaf eitthvað að bætast við eins og gengur,“ segir Kristján að endingu.

Nýjustu fréttir

Tvíþætt staða orkuskipta
Netöryggisfræðsla fyrir foreldra grunn- og framhaldsskólanemenda
Áskriftarkort sundlaugagesta framlengd
Eyjarnar landa fyrir austan
Sýningin Geological Rhapsody opnar á morgun
Nýtt fyrirkomulag í Uppbyggingarsjóði Suðurlands
Íþróttahátíð ÍBV í kvöld
Bærinn niðurgreiðir heimsendan mat um 53%
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.