Heimsreisa Sighvatar Bjarnasonar gengur vel en hann er nú staddur í Simbabwe. Síðast þegar við sögðum frá ferð hans var hann í Höfðaborg í S-Afríku en eftir 28 klukkustunda lestarferð og 12 klukkustunda rútuferð, náði hann til Bulawayo í Simbabwe. Á leiðinni kom hann við í Jóhannesarborg en þar er glæpatíðni afar há og þurfti hann aðstoð heimamanns til að komast á rútustöðina sem er staðsett í annálluðu glæpahverfi. En sjón er sögu ríkari, hér að neðan má sjá myndband Sighvatar, kafla 2 í ferð hans umhverfis heiminn á 80 dögum.