Jón Björn Marteinsson, sem dags daglega er kallaður Jónbi, hefur síðan 2006 barist við krabbamein. Hann hefur eytt sex af 28 árum ævinnar í baráttu við þennan skæða sjúkdóm og er enn að berjast. Um síðustu helgi gekk hann að eiga unnustu sína, Guðbjörgu Ragnarsdóttur, og gerði það með stæl en það fyrsta sem hann gerði eftir brúðkaupið var að bjóða eiginkonunni í þyrluferð. Hjónakornin settust niður með Júlíusi Ingasyni og sögðu sögu sína sem birtist í heild sinni í Fréttum. Hér að neðan má sjá stutt brot úr viðtalinu og meðfylgjandi er myndband tekið af þyrluferð brúðkaupsins.