�?g vil þakka Höllu Björk frænku fyrir áskorunina. �?ar sem ég elda yfirleitt fyrir mig einan þá reyni ég nú yfirleitt að hafa matinn fljótlegan og þæginlegan (hollustan skiptir ekki alltaf öllu). Vinsælustu réttirnir hjá mér eru nú yfirleitt brauð með bökuðum baunum eða pulsur. En þegar maður fær fólk í mat þá reynir maður nú yfirleitt að grafa djúpt í uppskriftarbókina og í dag var heppnin með ykkur því ég fann það sem kallast lestarslys.
0,550 kg hakk.
Byrja á því að steikja hakk í meðal djúpri pönnu, og af sjálfsögðu er sett ein dós af bökuðum baunum út í hakkið til að fá rétta bragðið.
Svo skal búa til góða kartöflumús, fyrir byrjendur skil ég vel að fólk noti pakkamús en kýs ég frekar að nota heimatilbúna frá mömmu.
Á meðan kartöflumúsin er að hitna þá er fínt að fara að snúa sér að spaghettíinu, sjóða skal hálfan pakka af spaghettí. �?egar hakkið, kartöflumúsin og spaghettíið er orðið reddy þá þarf að finna eldfastmót í þokkalegri stærð.
Byrja skal á að setja hakkið neðst í eldfasta mótið, svo skal dreifa kartöflumúsinni yfir hakkið jafnt og þétt. �?á er komið að spaghettíinu sem ég kýs að hafa alltaf í 3 laginu ofaná músina því í 4 laginu set ég alltaf ost, osturinn er bestur þegar hann er kominn yfir spaghettíið. Hita skal slysið í 250° í ofni þangað til osturinn er bráðnaður.
Gott er að hafa ristað brauð með smjöri með þessu.
�?g vil skora á �?laf Vigni Magnússon frænda og góðan vin að koma okkur Eyjamönnum á óvart því hann er jú góður í flestu sem hann tekur sér fyrir hendur.