Kristín Valtýsdóttir hefur ekki alveg sest í helgan stein þó nokkur ár séu síðan hún hætti að vinna í fiski. �??�?g er ennþá að elda ofan í ÍBV-strákana og ég ætla helst ekki að hætta alveg að gera eitthvað utan heimilisins,�?? sagði Kristín í spjalli í Alþýðuhúsinu.
�??�?g byrjaði að vinna í fiski sem smákrakki og hélt því áfram þar til ég varð sextug.�??
Hvað er fyrsti maí fyrir þig? �??Hann er hátíðardagur veraklýðsins og við eigum halda honum á lofti sem baráttudeginum okkar. Sjálfri finnst mér vanta baráttu, kröfugöngur og sýna að okkur er alvara. Áhuginn er svolítið á undanhaldi.�??
Kristín vill ekki kenna stéttarfélögunum um, það vanti baráttuandann í fólkið. �??�?etta snýst um að nýta sér þjónustuna sem félögin bjóða upp á eins og kaupa fargjöld á hagstæðu verði og fá leigða bústaði og íbúðir. Lengra nær það ekki.�??
Eitt af stóru málunum í huga Kristínar eru jafnréttismálin. �??�?egar ég var krakki þótti sjálfsagt að kallarnir væru með hærri laun en við. Okkur fannst svo ekkert um það konunum en svona var þetta. Jafnréttismálin eru ekki komin í höfn því launamunur kynjanna er alltof mikill. Kannski er konur hræddar við að biðja um hærri laun. Svo þurfum við að passa upp á að fólk í fiski fá góð laun því þetta er mjög erfið vinna. Og svo eigum við að vera góð hvert við annað,�?? sagði Kristín að endingu.